Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1488890495.71

    Rafmagnsfræði 6
    RAMV3RD05
    2
    Rafmagnsfræði
    dreifikerfi, raforkuframleiðsla
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í þessum áfanga er fjallað um skipulag raforkukerfa, þ.e. framleiðslu, flutning og dreifingu og fjallað um uppbyggingu mismunandi raforkudreifikerfa m.a. með tilliti til öryggisráðstafana. Farið er í uppbyggingu helstu lágspennudreifikerfa hér á landi og gerð jafngildismynd af hverjum flokki. Farið er yfir vektormyndir lágspennudreifikerfa og merkingar slíkra kerfa samkvæmt stöðlum (CENELEC). Fjallað er um spennufall og afltap í lágspennudreifikerfum og helsta varnarbúnað og virkni hans. Einnig er fjallað um mismunandi álag í fjölfasakerfum, mikilvægi álagsjöfnunar og áhrif mismunandi álags í fjölfasa lágspennudreifikerfum. Þá er gerð grein fyrir áhrifum jarðskautsviðnáms og hringrásarviðnáms á bilunarstrauma í neysluveitum. Fjallað er um háspennukerfið, helstu útreikninga og öryggiskröfur.
    RAMV3RR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • framleiðslu, flutning og dreifingu á raforku í mismunandi þrífasa lágspennukerfum
    • varnar- og öryggisbúnaði í þessum kerfum
    • nauðsyn jarðtenginga og spennujöfnunar í veitukerfum
    • viðbrögðum við mismunandi álagi í kerfunum
    • háspennukerfinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna strauma, spennur, afl og fasvik í mismunandi veitukerfum við mismunandi álag
    • teikna tengi- og vektoramyndir af mismunandi veitukerfum og álagi þeirra
    • leysa flóknari verkefni með ójafnlægu álagi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leiðbeina um val á réttum búnað eftir aðstæðum í viðkomandi raforkukerfi
    • velja réttar lausnir við uppsetningu á mismunandi álagi í mismunandi veitukerfum
    • skipuleggja aðgerðir við lausn á ójafnlægu álagi og lægfæringum á fasviki álags
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.