Plöntur, dýr, ræktunaraðferðir og virðing fyrir náttúrunni
NÁTV1PD03(ST)
2
Náttúruvísindi
Plöntur og dýr
Samþykkt af skóla
1
3
ST
Viðfangsefni áfangans eru plöntur og dýr. Fjallað verður um algeng villt blóm og tré, nytjajurtir og mismunandi ræktunaraðferðir. Einnig verður fjallað um villt dýr, skordýr, húsdýr og gæludýr og farið yfir helstu einkenni og lifnaðarhætti. Áhersla verður lögð á tengsl manns og náttúru, virðingu fyrir náttúrunni og áhrifum nútíma lifnaðarhátta.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
heitum á algengum blómum og trjám
mismunandi ræktunarmöguleikum
nytsemi jurta
heitum á algengum dýrum
mismunandi lifnaðarháttum dýra
sérstöðu gæludýra og húsdýra
ábyrgð mannsins á náttúru og lífríki
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta afurðir villtrar náttúru eftir aðstæðum hverju sinni
rækta eftir aðstæðum hverju sinni
taka þátt í umræðum um plöntur og dýr
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta kunnáttu sína í ræktun
nýta sér náttúrlegar afurðir
meta áhrif nútíma lifnaðarhátta í tengslum við plöntur og dýr
meta umgengi sína gagnvart plöntum og dýrum
afla sér frekari þekkingar á plöntum og dýrum eftir áhugasviði
koma þekkingu sinni á framfæri á skapandi hátt
nýta þekkingu sína á plöntum og dýrum í daglegu lífi
njóta náttúrunnar
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.