Áfanginn er tvískiptur og fyrri hluti annar notaður til að fjalla um Norðurlöndin og síðari hlutinn til að fjalla um heimsálfurnar og einkenni þeirra í víðu samhengi.
Í umfjöllun um Norðurlöndin verður áhersla lögð á að kynnast hverju landi fyrir sig og tengsl þeirra á milli. Í umfjöllun um heimsálfurnar verður áhersla lögð á að kynnast hverri heimsálfu fyrir sig í grófum dráttum og einkennum þeirra. Samhliða verður áhersla lögð á að nemendur kynnist landakortum og kortalestri.
Lögð verður áhersla á að nota upplýsingatækni og margmiðlunarefni til heimildaöflunar og verkefnavinnu.
LAND1LÍ03(ST)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Norðurlöndum og staðsetningu þeirra
heimsálfunum
hvernig heimurinn skiptist í heimsálfur og fjölbreytileika þeirra
landakortum og notkun þeirra
notkun leitarvefja í upplýsingaleit
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja Norðurlöndin og geta bent á þau á korti
segja frá einhverjum þekktum stöðum í hverju landi
þekkja heimsálfurnar
segja frá einhverjum þekktum stöðum í hverri heimsálfu
lesa á landakort
nota upplýsinga- og margmiðlunartækni í verkefnavinnu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðum um Norðurlöndin og heimsálfurnar og helstu einkenni þeirra
lesa í og/eða nýta sér upplýsingar um viðfangsefnið
tengja þekkingu sína í landafræði við leik og störf
lesa landakort og notað þau við leik og störf
sýna sjálfsstæði í vinnubrögðum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.