Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1489004742.2

    Starfsnám á vinnustað
    STAR1SV05(ST)
    6
    Starfsumhverfi og vinnustaðakynning
    Einstaklingurinn sem starfsmaður og atvinnulífið almennt
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    ST
    Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til kynnast atvinnulífinu af eigin raun. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist völdu starfi í ákveðinn tíma og læri gildi þess að vera ábyrgur í verki. Áfanganum er ætlað að auka sjálfstæði og sjálfsöryggi nemanda þannig að þeir geti tekið virkan þátt í atvinnulífinu að skóla loknum. Starfsnámið er skipulagt í samráði við nemendur og vinnuveitendur.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum vinnustöðum
    • mismunandi störfum innan vinnustaðar og þeim vinnubrögðum sem þarf til að inna þau störf af hendi
    • gildi vinnunnar í lífi fólks og þess að vera ábyrgur í verki
    • mikilvægi sjálfstæðis á vinnustað
    • mikilvægi þess að fara eftir fyrirmælum á vinnustað
    • áhættuþáttum sem leynast í starfsumhverfinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja sér vinnustað út frá raunhæfum markmiðum
    • vinna sjálfstætt eða undir leiðsögn
    • fylgja fyrirmælum
    • fylgja hreinlætisreglum á vinnustað
    • fylgja samskiptareglum á vinnustað
    • koma sér til og frá vinnu á réttum tímum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í atvinnulífinu
    • sýna ábyrgð í verki
    • biðja um aðstoð ef þess þarf
    • nota viðeigandi öryggisbúnað á vinnustað
    • tilheyra starfsmannahópi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.