Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1489316116.23

  Hreyflar - tölvustýring
  BVHR4HT01
  3
  Hreyflar í ökutækjum
  Hreyflar, tölvustýring
  Samþykkt af skóla
  4
  1
  Farið er yfir gerð tölvustýrikerfa, staðsetningu íhluta, hlutverk þeirra og virkni kerfanna. Skoðaðar eru aðferðir til að prófa kerfin bæði með sveiflusjá og skanna. Farið er yfir hvaða atvik eða bilanir geti vakið bilanakóða og hvernig staðið skuli að viðgerð kerfanna. Áhersla lögð á hvað má og má ekki í umgengni við kerfin. Farið er yfir virkni netkefis (CAN) og tengingu þess við hreyfilstýringu ökutækja.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu gerðum tölvustýrikerfa hreyfla
  • helstu íhlutum og hvar þeir eru í ökutækinu
  • uppbyggingu samskiptamerkja hreyfla
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • sinna reglubundnu viðhaldi og skipta um íhluti kerfa
  • mæla samskiptakerfi ökutækja
  • prófa kerfi með sveiflusjá og greiningarbúnaði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa helstu gerðum tölvustýrikerfa hreyfla og virkni þeirra
  • lýsa hvernig greina má einfaldar bilanir sem tengjast tölvustýrikerfum hreyfla
  • lýsa vinnslu samskiptabúnaðar í hreyfilstýringu ökutækja
  Verklegt mat; nemandinn bendir á og lýsir kerfum og búnaði sem áfanginn spannar. Hann sýnir að hann geti beitt þeim mælitækjum og prófunarbúnaði sem varða áfangann. Nemandinn sýnir hvernig skuli greina ástand kerfa og hvernig kóðar eru lesnir og túlkar þá. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans.