Saga grafískra miðla frá upphafi vega er kynnt, allt frá fyrstu ritun og stafrófi til pappírs og bókagerðar, prentunar, ljósmynda, ljósvakamiðla, kvikmynda og netmiðla. Rannsökuð eru samfélagsleg áhrif slíkra miðla og þau merkingarfræðilegu og siðfræðilegu álitamál sem upp hafa komið í gegnum tíðina vegna hagnýtingar þeirra. Nemendur fá góða innsýn í mótun og þróun þessara miðla og öðlast betri skilning á þeirri hugmyndafræði sem býr að baki þeim og á tengslum þeirra við samfélagið í fortíð og nútíð.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu grafískra miðla frá fyrstu ritun til nútímans.
sögu stafrófsins, bókagerðar, prentunar og ljósmynda.
sögu útvarps, sjónvarps, kvikmynda og netmiðlunar.
áhrifum grafískra miðla á þróun samfélagsins og hlutverki þeirra í lífi fólks gegnum tíðina.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita grafískum miðlum á mismunandi hátt.
greina flókið samspil texta og myndar í prentmiðlum.
greina álitamál myndmerkingar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita aðferðum grafískrar miðlunar.
túlka mögulega merkingu ljósmynda og prentefnis.
kynna niðurstöður sínar á fjölbreyttan hátt.
taka virkan þátt í umræðu um eigin verkefni og annarra nemenda.
skoða nútímafjölmiðlun á gagnrýninn hátt í ljósi sögunnar.