Áfanginn miðar að því að þjálfa nemendur í að ganga frá texta með tilliti til þess miðils sem hann á að birtast í. Fjallað er um mismunandi framsetningu efnis með tilliti til innihalds og þess hvaða tilgangi það þjónar. Nemendur þjálfast í að stytta texta án þess að inntak hans skerðist, útbúa fyrirsagnir og með tilliti til ólíkra markhópa. Nemendur þjálfast í að færa málfar til betri vegar, ganga frá eigin texta fullbúnum og lýtalausum og gagnrýna texta annarra.
Í áfanganum er fjallað um textameðferð í stuttum fréttafrásögnum, ítarlegum fréttafrásögnum, fréttaskýringum, almennum greinaskrifum og listrænum bókmenntum.
Farið er í aðferðafræði við fréttaskrif og persónuleg viðtöl í prent-, vef- og ljósvakamiðlum.
FJÖL1UF05AU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig texti þarf að taka mið af því hvernig og hvar hann er birtur.
hvað þarf að hafa í huga þegar texti er styttur án þess að inntak hans skerðist.
hvernig skrifa skal fréttir í dagblöð og á vefmiðla.
hvernig umskrifa má texta.
tilgangi fyrirsagna og millifyrirsagna.
hvernig viðtöl eru tekin, skrifuð og sett fram.
eðli myndatexta.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með og breyta texta án þess að merking breytist eða inntak skerðist.
umskrifa texta með tilliti til markhóps.
skrifa hnitmiðaðan texta til að styðja við myndir eða gröf.
láta fyrirsögn endurspegla innihald greina.
búa til lýsandi millifyrirsagnir og myndatexta.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrifa hnitmiðaðan texta fyrir ólíka markhópa.
vinna með allar gerðir fyrirsagna á sjálfstæðan og markvissan hátt .
skrifa fréttir í mismunandi miðla.
taka viðtöl, bæði fréttaviðtöl og persónuleg viðtöl og vinna úr þeim fullbúinn texta.