Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1489405903.22

    Virkni og eðli fjölmiðla
    FJÖL2UX05(BU)
    4
    fjölmiðlafræði
    Fjölmiðlafræði - Grafísk miðlun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    BU
    Áfanginn er kynning á fjölmiðlum, virkni þeirra og eðli. Fjallað verður um fjölmiðlun í nútímanum: prentmiðla, ljósvakamiðla, kvikmyndir og vefmiðla. Kannað verður hvað einkennir boðskipti innan þeirra og þau borin saman, bæði í sögulegu og fræðilegu samhengi. Gerður verður samanburður á fjöldaboðskiptum og persónulegum boðskiptum, gagnvirkum og einhliða. Reifaðar eru kenningar um áhrifamátt fjölmiðla og þátt þeirra í félagsmótun einstaklinga. Skoðað verður á hvaða hátt fjölmiðlar geta haft áhrif á gildismat og skoðanir fólks. Kennslan fer fram með fyrirlestrum, umræðum og verkefnum og áhersla er lögð á að nemendur fylgist með því hvernig fjölmiðlar spegla atburði líðandi stundar innanlands og utan.
    FJÖL1UF05AU
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað mótar fjölmiðla samfélagsins og þekkja þau öfl sem hafa áhrif á slíka mótun.
    • mismunandi gerðum fjölmiðla.
    • boðskiptum innan fjölmiðla og gerðum þeirra.
    • áhrifum sem fjölmiðlar hafa á gildismat, skoðanir og viðhorf almennings.
    • hvernig staðalímyndir birtast í fjölmiðlum.
    • hvernig rekstri fjölmiðla er háttað.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilgreina muninn á persónulegum boðskiptum og fjöldaboðskiptum.
    • átta sig á því hversu greiða leið mismunandi skoðanir eigi að fjölmiðlum.
    • gera sér grein fyrir hvaða áhrif Netið hefur á aðgengi einstaklinga að fjöldaboðskiptum og fjölmiðlun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir áhrifamætti fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga.
    • nýta sér fjölmiðla sem tæki til þekkingaröflunar.
    • túlka niðurstöður mismunandi kannana á notkun og efni fjölmiðla.
    • gera sér grein fyrir hvað dagblöð, tímarit, Ijósvakamiðlar og fréttamiðlar á Netinu eiga sameiginlegt, svo og sérstöðu hvers um sig.
    Símat.