Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1489410329.58

    Hönnun og formfræði
    HÖNN1UF05(AU)
    14
    hönnun
    Hönnun - Grafísk miðlun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AU
    Í áfanganum er lögð áhersla á að vinna með form og liti þar sem nemandinn upplifir mismunandi eiginleika þeirra. Sýnt er hvernig formheimurinn greinist í frumform; ferninga, hringi, þríhyrninga o.s.frv. Fjallað er um kenningar í myndbyggingu, hlutföll og fjarvíddarlögmálið. Nemendur kynnast eiginleikum fjarvíddar og áhrifum hennar í daglegu umhverfi. Þeir gera sér grein fyrir blekkingum sjónvillna og þekkja grunnatriði um lögmál þeirra. Fjallað er um myndbyggingu í uppsetningu á hvers kyns myndrænni framsetningu. Skoðuð eru fyrirbæri eins og mýkt og harka, forgrunnur, miðgrunnur og bakgrunnur. Farið er yfir hvernig form byggja upp kyrrstöðu og spegilmyndir með miðjusettu jafnvægi. Farið er í litakerfin RGB og CMYK (frádræga og samlæga litablöndun), litasamsetningar og áhersla lögð á að nemendur skilji og greini mismunandi eiginleika og áhrif lita í ýmiss konar uppsetningu.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum í myndbyggingu og formskipan og átti sig á samhengi við rökrétta framsetningu hvers kyns upplýsinga.
    • kenningum í myndbyggingu.
    • grunnatriðum fjarvíddarlögmálsins.
    • mismunandi eiginleikum og áhrifum lita og forma.
    • samlægri og frádrægri litablöndun, RGB og CMYK.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með grunnformin, ferhyrning, þríhyrning og hring.
    • greina sjónvillur og kanna lögmál þeirra.
    • nota mismunandi form og liti í daglegu umhverfi.
    • vinna með blöndun lita og gráskala.
    • skilgreina frádræga og samlæga litablöndun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með grunnformin og andhverf form á tvívíðum fleti.
    • gera sér grein fyrir hvernig helstu litakerfi virka og hvernig litasamsetningar eru notaðar.
    • gera sér grein fyrir hvernig litir og form eru notuð á táknrænan hátt á ólíkum tímum og við mismunandi athafnir og aðstæður.
    • vinna með litablöndun og gráskala á sjálfstæðan hátt.
    Símat.