Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1489410713.94

    Hönnun og týpógrafía
    HÖNN2UF05(BU)
    10
    hönnun
    Hönnun - Grafísk miðlun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    BU
    Farið er yfir hugtakanotkun í leturfræðum. Flokkunarkerfi leturs er skilgreint og uppruni leturforma eru rakin til verkfæra og tækniframfara. Sýnd eru tengsl leturs við formfræði og hugmyndasögu. Fjallað er um grafíska hönnun sem aðferðafræði, þar sem val á letri og mynd er rökrétt niðurstaða og myndar heildrænt útIit. Grafísk hönnun er skoðuð sem tíðarandi annars vegar og rökrétt skipulag á upplýsingum hins vegar. Fjallað er um liti og tákn sem myndrænt tungumál og hvernig hægt er að nýta það í grafískri framsetningu. Farið er í reglur um framsetningu upplýsinga fyrir prent í formi texta sem miða að því að auðvelda lestur og mikilvægi þeirra. Farið er yfir hvernig letur er valið og staðsett með tilliti til mynda og heildarútlits verksins miðað við þann markhóp sem höfða á til. Verkefnavinna miðar að því að nemandi nái leikni í að setja fram upplýsingar og læri undirstöðuatriði við val á letri og meðferð þess. Einnig er farið í hvernig haga skal frágangi gagna fyrir prent þar sem lögð er áhersla á pdf skjöl með skurðarmerkjum og blæðingu.
    HÖNN1UF05AU MYNV1UF05AU
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum í leturfræðum.
    • týpógrafíu og tengslum hennar við calligrafíu.
    • helstu leturtegundum og flokkunarkerfi þeirra.
    • hönnunarreglum, t.d. grindarkerfi og gullinsniði.
    • reglum og viðmiðum við umbrot og hönnun.
    • fyrirbærinu grafísk hönnun.
    • hvað markhópur er og mikilvægi þess að skilgreina hann.
    • tæknilegum frágangi gagna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja letur.
    • setja fram upplýsingar með letri og myndum.
    • skilgreina markhóp út frá þeim upplýsingum sem unnið er með.
    • ganga frá efni til prentunar.
    • greina tengsl formheimsins við hugmyndasöguna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja læsilega leturgerð fyrir ákveðin skilyrði.
    • velja saman letur og myndefni.
    • stjórna skilaboðum á tvívíðum fleti með myndskipan.
    • beita reglum sem gilda um framsetningu á texta fyrir prent.
    • ganga frá efni til prentunar á fullnægjandi hátt.
    Símat.