Kennd eru undirstöðuatriði í myndvinnslu. Helstu verkfæri kynnt svo og skipanir. Farið í lagfæringar og breytingar á myndum, vistun og frágang mynda fyrir birtingu í vef- og prentmiðlum. Unnið er með mismunandi myndsnið, litaprófíla og upplausn mynda.
Kenndar eru aðferðir við afmörkun myndhluta, litun mynda og notkun laga og maska. Unnið er með letur og kenndar aðferðir við samsetningu mynda. Rætt er um höfundarrétt og notkun myndefnis af veraldarvefnum. Lögð er áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðuatriðum myndvinnslu.
upplausn og stærðum.
litaprófílum.
helstu verkfærum myndvinnsluforrita.
vistun mynda fyrir skjái og prentmiðla.
skráarsniðum fyrir mismunandi miðla.
samsetningu mynda.
höfundarrétti mynda.
reglum um notkun efnis af netinu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afmarka myndhluta.
vinna með letur.
nota lög, lagmaska og leiðréttingalög.
setja saman myndir.
lagfæra og breyta myndum.
vinna með mismunandi myndsnið, litaprófíla og upplausn mynda.
vista og ganga frá myndum á vef og fyrir prentun.
finna myndir á netinu sem ekki eru höfundarréttarvarðar og kunna að vísa til þeirra samkvæmt reglum CC.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota algeng myndvinnsluverkfæri.
vinna einfaldar lagfæringar á myndum.
setja saman myndir.
ganga frá myndum til birtingar fyrir mismunandi miðla.
tileinka sér skapandi hugsun og markviss og sjálfstæð vinnubrögð.
finna myndefni á netinu sem leyfilegt er að nota og vísa til þess samkvæmt reglum.