Þetta er framhaldsáfangi í myndvinnslu. Nemendur kynnast lykilhugtökum varðandi stafræna vinnslu, læra flóknari samsetningu mynda og að gera myndir nothæfar til birtingar í prent‐ og skjámiðlum. Nemendur læra að þekkja mismunandi kröfur þessara ólíku miðla og hvernig hægt er að tryggja lágmarks breytingar milli ólíkra miðla með litstýringu. Nemendur læra að litstilla skjáina sem þeir vinna með, kynnast tilgangi og virkni litaprófíla og litstýringar. Nemendur læra að bera saman liti á skjá og á pappír og leiðrétta myndir út frá slíkum samanburði. Áhersla er lögð á fagleg og skipuleg vinnubrögð, sjálfstæði og skapandi hugsun.
MYNV1UF05AU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
upplausn, skerpu, tónskala, grájafn-vægi, birtu, tónskilum, prófílum, lit-stýringu og skjástillingum.
mismunandi þörfum ólíkra miðla varðandi upplausn, skerpu og litaprófíla.
muninum á milli mynda á pappír og á skjá.
faglegum frágangi mynda.
samsetningu mynda.
möskum.
jöfnun lita innan mynda.
leiðréttingum og lagfæringum mynda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
stilla upplausn og stærð mynda fyrir mismunandi miðla.
dæma um gæði mynda á skjá og meta þörfina á lagfæringum.
færa myndir milli litrúma og tryggja að rétt litrúm fylgi myndum.
stilla tölvuskjái fyrir myndvinnslu.
vinna myndir á markvissan og skilvirkan máta fyrir prent‐ og skjámiðla.
vinna flóknar samsetningar á myndum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna myndir til birtingar í prent‐ og/eða netmiðlum á markvissan hátt.
vinna samkvæmt vinnulýsingum.
vinna með helstu myndvinnslu‐ og lagfæringarverkfæri.
meta gæði mynda og þörf á leiðrétt-ingum.
setja myndir saman og jafna áferð ólíkra myndhluta.
vinna á skapandi hátt með mynd-vinnsluforrit og nýta skapandi hugsun til að búa til myndverk.