Upplýsingatækni – vefsmíði, stuttmynda‐ og ferilmöppugerð
UPTÆ2UX05(BU)
2
Upplýsingatækni - Grafísk miðlun
Upplýsingatækni - Grafísk miðl.
Samþykkt af skóla
2
5
BU
Stuttmyndagerðin byggist á því að unnið er eftir hefðbundnu vinnsluferli stuttmynda, þ.e. handritsgerð, myndhandrit (storyboard), myndataka, klipping og hljóðsetning. Unnið er í hópum og hver hópur vinnur stuttmynd sem er 5 til 10 mínútur að lengd.
Í vefsmíði er lögð áhersla á að skipuleggja og hanna vefi frá grunni. Farið er í mikilvægi góðrar hönnunar og verkskipulags. Kennd er meðferð og vistun mynda fyrir skjámiðla, upplausn á skjá og skráarsnið fyrir myndir. Rætt um notkun og meðhöndlun mynda, m.a. með hliðsjón af almennum siðareglum og ákvæðum höfundarréttarlaga.
Ferilmöppugerð á vef. Nemandi vinnur að kynningu um sjálfan sig og eigin vinnu til stuðnings umsóknar um skóla og/eða fyrir atvinnuumsókn. Þar sýnir nemandi úrval skólaverkefna auk annars að eigin vali.
MYNV1UF05AU
UPTÆ1UF05AU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig nota á html til að setja upp grind fyrir vefsíður.
hvernig nota á CSS til að vinna með útlit og umgjörð vefsíðna.
þeim atriðum sem máli skipta í vistun og vinnslu mynda fyrir vefmiðla.
helstu atriðum varðandi siðareglur og höfundarrétt.
hefðbundnu vinnsluferli stuttmynda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja og vinna vefi frá grunni.
vinna með vefforrit.
hanna útlit og framsetningu texta, mynda og annars efnis á vef.
vinna myndir fyrir notkun í skjámiðlum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
smíða og gefa út einfaldar vefsíður sem líta vel út í öllum vefskoðurum.