Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1489613923.35

    KYNJ1AA05
    KYNJ1KY05
    2
    kynjafræði
    Kynjafræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er kynja- og jafnréttisfræðsla. Í áfanganum er fjallað um kyn og kyngervi í öllum sínum fjölbreytilegu myndum. Hugtökin: kyn, kyngervi, kynvitund og kynhneigð eru lögð til grundvallar. Horft er á okkar kynskipta heim og áhrif kyns á líf okkar rannsökuð. Meðal efnisþátta eru: kynjakerfið, staðalímyndir, eðlishyggja, mótunarhyggja, karlmennska og kvenska. Fjallað er um fjölmiðla og hlut þeirra í mótun staðalímynda og viðhaldi kynjakerfisins. Saga kvennabaráttunnar er reifuð. Fjallað er um vald og kynbundið ofbeldi. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til vitundar um það að jafnrétti kynja er ekki náð og að það næst ekki án baráttu. Lögð er áhersla á þátttöku nemenda, umræður og skoðanaskipti á jafnréttisgrunni. Atburðum líðandi stundar er skotið inn í áfangann eftir því sem tilefni gefst til.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnorðaforða kynjafræða til að geta tjáð og rökstutt skoðanir sínar á jafnrétti kynja
    • áhrifum fordóma og staðalímynda á hugmyndir, ímyndir og lífsstíl
    • fjölbreytileika kyns, kyngervis, kynhneigðar og kynvitundar
    • kynjakerfinu og þeirri mismunun sem byggir á kyni
    • sögu íslenskrar kvennabaráttu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í samræðum um jafnréttismál, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
    • meta stöðu jafnréttismála og átta sig á því hvar pottur er brotinn í þeim málaflokki
    • greina áhrif kynjakerfisins á fjölskyldu, heimili, skóla og vinnumarkað
    • skilja á milli niðurstöðu vísindalegra rannsókna og niðurstöðu dregna af skoðun á eigin nærumhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • virða lífsgildi, mannréttindi og jafnrétti
    • ígrunda eigin skoðanir og viðhorf, setja sig í spor annarra og dýpka skilning sinn á þeim menningarheimi sem hann býr í
    Símat