Áfanginn er inngangur og kynning á fjölmiðlum. Fjallað verður um þrjú form nútímafjölmiðlunar: blöð og tímarit, ljósvakamiðla og fjölmiðlun innan netheima. Kannað verður hvað einkennir boðskipti innan þeirra og þau borin saman, bæði í sögulegu og fræðilegu samhengi. Einnig verður farið í sögu nútímamenningar, nemendur kynna sér ýmsar tegundir afþreyingarmenningar sem fjölmiðlar hafa skapað. Sérstaklega er tekið á sögu dægurtónlistar, uppruna hennar og stefnum, kvikmynda- og leikhúsmenningar og tískufyrirbæra í víðri merkingu.
Fjallað verður um fréttaflutning í nútímasamfélagi og hvernig fjölmiðlar og fréttastofur
meðhöndla fréttir. Þess er ætlast að nemendur fylgist nokkuð með þeim atburðum sem eru að gerast á líðandi stundu. Ennfremur er fjallað um kenningar um áhrifamátt fjölmiðla og þátt þeirra í félagsmótun einstaklinga og á þróun og tíðarandann í samfélaginu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu kenningum um áhrif og hlutverk fjölmiðla
helstu atriðum í sögu fjölmiðla á Íslandi í grófum dráttum
sögu og helstu stefnum í afþreyingarmenningu frá miðbik 20. aldar til dagsins í dag
á því hvernig fjölmiðlar og fréttastofur starfa við öflun og dreifingu á fréttum
á því helsta sem er að gerast í samfélaginu
hlutverki fjölmiðla til að stuðla að meira jafnrétti og mannréttindum
menningu annarra landa með því að fylgjast með fréttum reglulega
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í umræðu um það sem er efst á baugi í samfélaginu hverju sinni
skrifa fréttatexta á góðu íslensku máli
tjá sig munnlega með því að kynna eigin verk á glærum
gera grein fyrir sögu afþreyingarmenningar og almennum tíðaranda í þjóðfélaginu á hverjum tíma
gera grein fyrir hlutverki fjölmiðla við að stýra afþreyingarmenningunni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
líta á áhrif og hlutverk fjölmiðla með gagnrýnum augum ...sem er metið með... prófi úr kennslubókinni.
bera saman frásagnarstíl netmiðla og hefðbundinna fjölmiðla ...sem er metið með... rannsókn á netinu í hópum.
rökstyðja áhrifamátt fjölmiðla við þróun afþreyingarmenningar ...sem er metið með... kynningu á eigin glærusýningu.
bera saman ólík form afþreyingarmenningar, s.s. frásagnarstíl kvikmynda og leikrita ...sem er metið með... áhorfi á kvikmyndir og leikhúsferðum.
setja saman og skapa auðlæsan og skiljanlegan fréttatexta ...sem er metið með... skrifum á fréttagreinum.
kunna að taka munnleg og skrifleg viðtöl ...sem er metið með... blaðaviðtali.
Námsmatið er tvenns konar:
1. Einstaklingsverkefni, svo sem blaðaviðtöl, greinaskrif og ýmis verkefni um dægurmenningu í fjölmiðlum.
2. Lokapróf. Mestur hlutinn verður úr kennslubókinni, en einnig er spurt úr fréttum annarinnar.