Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490007658.82

    Aðferðafræði
    FÉLA3AÐ05
    20
    félagsfræði
    aðferðafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur kynnast ólíkum rannsóknaraðferðum félagsvísinda og tengslum þeirra við mismunandi kenningar. Þeir læra um söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og kynningu á þeim. Nemendur vinna rannsóknarverkefni og fá þjálfun í að beita eigindlegum og megindlegum aðferðum.
    FÉLA2KR05 eða sambærilegur áfangi og fimm einingar til viðbótar á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum aðferðum í félagsvísindalegum rannsóknum
    • helstu viðfangsefnum, kenningum og rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að meta tilgang félagsvísinda
    • greina kosti og galla mismunandi rannsóknaraðferða
    • safna gögnum, vinna úr þeim og kynna niðurstöður í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta félagsvísindalegar rannsóknir
    • beita rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar
    • gera eigin félagsfræðilegar rannsóknir
    Leiðsagnarmat