Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490564438.71

    Vinnustaðanám - Lokaverkefni
    HEST2VN03
    9
    hestamennska
    Vinnustaðanám
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Lokaverkefnið skal fjalla um þá staði sem nemendur stunda vinnustaðanám og þarf að fjalla heildstætt um starfsemina. Lágmarksfjöldi orða er 5000 og velja nemendur þau atriði sem þeir vilja fjalla um (af gefnum efnislista). Lýsandi myndir (a.m.k. þrjár) skulu fylgja með hverju atriði. Verkefnið er unnið sjálfstætt og er mikilvægt að nemendur afli sér upplýsinga hjá vinnustaðarkennara og leiti sér aðstoðar hjá fulltrúa FMOS ef spurningar vakna um framkvæmd verkefnisins.
    HEST2FB05, HEST2FV05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilteknum viðfangsefnum sem hann hefur valið sér
    • mikilvægi samtals og rannsóknarvinnu til öflunar og úrvinnslu upplýsinga
    • hestu aðferðum við framsetningu og úrvinnslu gagna í tölvu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa skýran og greinagóðan texta
    • tjá sig á gagnrýninn og skapandi hátt um sérhæft efni, bæði í ræðu og riti
    • sýna frumkvæði og temja sér frumleika og skapandi hugsun
    • útfæra eigin hugmynd að verkefni tengdu eigin sérgrein
    • temja sér sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta nýtt sér upplýsingatækni og aðra miðla við hugmyndavinnu
    • vera fær um að taka sjálfstæða ákvörðun varðandi verkefnaval
    • tileinka sér vinnuferlið frá hugmynd að fullgerðu verkefni
    • sýna frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun
    Kennari veitir leiðsögn við vinnslu lokaverkefnisins. Lokaverkefninu er skilað inn til fulltrúa Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í lok verknáms. Ekkert skriflegt lokapróf.