Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490646833.86

    Líffæra- og lífeðlisfræði mannsins 2
    LÍOL3LB05
    4
    líffæra og lífeðlisfræði
    Líffæra- og lífeðlisfræði mannsins 2
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður farið yfir helstu grunndvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Farið verður yfir eftirfarandi líkamskerfi: Hringrásarkerfið (samsetningu blóðsins, uppbyggingu og starfsemi hjartans og hringrásir blóðs og vessa) Öndunarkerfið (byggingu og hlutverk öndunarfæranna, stjórn öndunar og loftskipti í lungum og vefjum) Meltingarkerfið (byggingu og hlutverk meltingarfæranna og meltingu orkuefnanna) Þvagfærakerfið (byggingu og hlutverk þvagfæranna, feril þvagmyndunar og stillingu þvagmagns) Æxlunarkerfið (byggingu og hlutverk æxlunarfæranna, samsetningu sæðis og þroskaferil eggfrumu) Meðganga og fæðing (frjóvgun, fósturþroski, meðganga, fæðing, mjólkurmyndun)
    LÍOL2LA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu, starfsemi og hlutverkum hringrásar-, vessa-, meltingar-, öndunar-, þvagfæra- og æxlunarkerfis
    • eðliseinkennum blóðs og hlutverki þess í líkamanum
    • megin gerðum blóðfrumna, einkennum þeirra, hlutverki og myndunarstað
    • byggingu hjartans og eðli hjartsláttar
    • þeim þáttum sem ákvarða og stjórna blóðþrýstingi
    • fósturþroska og meðgöngu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rekja blóðstreymið um hjartað
    • fylgja eftir flæði vessa um kerfið
    • rekja leið innönundarloftsins og lýsa stjórn öndunar
    • rekja ferli meltingarkerfis
    • rekja ferli kynfruma og frjóvgun eggs
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra leiðir blóðs um líkamann
    • útskýra ferli inn- og útöndunar
    • útskýra frjóvgun og fyrstu daga fósturþroskans
    • útskýra meltingu
    • útskýra fósturþroska og áhrif meðgöngu á líkama móður
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.