Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1490693992.93

  Fimleikar og lyftingar
  ÍÞRG3FL03
  14
  íþróttagrein
  fimleikar, lyftingar
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  AV
  Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþekkingu í fimleikum og lyftingum. Lögð verður áhersla á kennslu, grunnfærni og tækni fyrir byrjendur í t.d. ólympískum lyftingum. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greinunum. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði þessara greina og mikilvægi þess að æfingar séu greindar í stuttar einingar. Nemendur þjálfast í kennslu viðkomandi íþróttagreina og framkvæmd æfinga. Áfanginn er bóklegur og verklegur.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • kennslu í grunntækni íþróttana
  • skipulagi á þjálfun fyrir börn og unglinga
  • leikreglum
  • helstu þjálfunaraðferðum
  • fjölbreyttum tækni- og leikæfingum í þessum íþróttagreinum og mikilvægi þeirra
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leiðbeina börnum á mismundandi aldri í viðkomandi íþrótt
  • beita mismunandi þjálfunaraðferðum með ákveðin markmið að leiðarljósi svo sem þol, kraft og tækni
  • stunda fimleika og lyftingar sér til gamans.
  • sýna og framkvæma ýmsar æfingar sem tengjast íþróttunum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta þjálfað ýmsa aldurshópa í fimleikum og lyftingum
  • búa til tímaseðla, vikuáætlun og mánaðaráætlun með ákveðinn aldur í huga
  • kenna börnum rétta tækni
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.