Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490702033.69

    Starfsþjálfun 1 bifvélavirkjun
    STAÞ1SB15
    4
    Starfsþjálfun
    starfsþjálfun í bifvélavirkjun
    Samþykkt af skóla
    1
    15
    AV
    Í áfanganum eru nemendum kynntar kröfur um hreinlæti. Nemandanum eru kynntar samstarfsreglur starfsmanna og kurteis, heiðarleg og ábyrg framganga gagnvart vinnufélögum, vinnuveitanda og viðskiptavinum. Nemanda eru kynntar allar öryggskröfur á vinnustað og mikilvægt er að hann skilji mikilvægi þeirra. Honum skal gerð grein fyrir þeim hættum sem geta verið samfara vinnu við ökutæki þar meðtalið á lyftu. Nemandi skal læra meðhöndlun og beitingu allra handverkfæra sem nota þarf við bílaviðgerðir. Mikilvægt er að vinnubrögð hans séu fagmannleg frá upphafi. Hann á að geta unnið sem aðstoðarmaður bifvélavirkja og geta framkvæmt einfaldar viðgerðir. Gott er leyfa nemandanum að byrja á einföldum verkþáttum og bæta svo í eftir því sem hæfni hans eykst.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggiskröfum á vinnustað
    • kröfum um þrifnað og frágang ökutækja fyrir viðgerð og afhendingu til eiganda
    • kröfum framleiðanda um fagmannleg vinnubrögð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla og beita handverkfærum sem þarf að nota við störf bifvélavirkja
    • þrífa ökutæki fyrir og eftir viðgerð og koma því fyrir á lyftu samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda
    • beita öryggisbúnaði á vinnustað
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna eftir fyrirmælum yfirmanna og framleiðenda
    • gera einfaldar þjónustuskoðanir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda
    • skipta um smáhluti í ökutækjum
    • vinna í hópi að sameiginlegu markmiði
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum meistara í viðkomandi grein.