Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1490702484.59

  Starfsþjálfun 2 bifvélavirkjun
  STAÞ2SB25
  3
  Starfsþjálfun
  starfsþjálfun í bifvélavirkjun
  Samþykkt af skóla
  2
  25
  AV
  Í áfanganum heldur nemandinn áfram að byggja ofan á þá þekkingu sem hann hefur áður aflað sér í greininni. Hann kynnist enn betur öryggiskröfum og meðhöndlun efna og tækja sem notuð eru á bílaverkstæðum og lærir að þekkja þær hættur sem fylgja störfum í bíliðngreinum. Nemandinn kynnist kröfum framleiðenda um gæði íhluta, merkingar og efnisstaðla og þjálfast í að framkvæma einfaldar viðgerðir á ökutækjum eftir leiðbeiningum framleiðanda. Nemandinn fær einnig þjálfun í að lesa bilanaupplýsingar einfaldra kerfa í ökutækjum og til dæmis endurstilla handhemil. Lögð er áhersla á að nemandinn tileinki sér kurteisi og lipurð í samskiptum við samstarfsmenn og viðskiptavini.
  STAÞ1SB15
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim efnum sem unnið er með á bílaverkstæðum
  • þeim tækjum sem notuð eru við vinnu í bifvélavirkjun
  • meðferð spilliefna og úrgangs
  • kröfum framleiðanda ökutækja um gæði íhluta, merkingar og efnisstaðla
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meðhöndla smurefni, kælivökva, vélar, vélarhluta og aðra íhluti ökutækja
  • nota handverkfæri sem tengjast viðkomandi iðngrein
  • vinna við hand- og tölvustýrð tæki sem notuð eru á verkstæðum
  • gera allar einfaldari viðgerðir á ökutækjum eftir leiðbeiningum framleiðanda
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa bilanaupplýsingar einfaldra kerfa í ökutækjum, meta efnisþörf og kostnað
  • vera ávallt meðvitaður um þær hættur sem fylgja störfum í bíliðngreinum og þær öryggiskröfur sem gerðar eru á vinnusvæðum
  • skipta um einfalda slithluti og endur setja hugbúnað t.d. stöðuhemils
  • eiga í samskiptum við samstarfsmenn og aðra iðnaðarmenn
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum meistara í viðkomandi grein.