Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490804444.38

    Rokksaga
    SAGA2RS05
    31
    saga
    rokksaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um mismunandi stíltegundir rokk-, dægur- og danstónlistar. Hugtakið dægurtónlist (popular music) er skilgreint og gerð grein fyrir því hvernig fjölprentaðar nótur, útgáfa hljómplatna, tilkoma talmynda og starfræksla útvarpsstöðva áttu þátt í að efla útbreiðslu dægurtónlistar í upphafi 20. aldar. Gerð er grein fyrir því hvernig rokk- og dægurtónlist verður smám saman til þegar alþýðu-, blús-, trúar- og sálartónlist blandast saman við hrynræna djass-, þjóðlaga-, sveita-, söngleikja- og danstónlist. Gerð er grein fyrir því hvernig danstónlist eflist og rokktónlist þyngist í kjölfar tilkomu fjölrása upptökutækni, sem leiðir síðan til þess að einföld rokktónlist og rapp spretta fram sem mótvægi við tæknina. Áhersla er lögð á helstu flytjendur, höfunda og áhrifavalda sem hafa mótað stefnuna og sett mark á þróun dægurtónlistar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu tónlistarstefnum
    • mismunandi stílbrigðum rokk- og dægurtónlistar.
    • helstu hugtökum og geta gert grein fyrir tækniþróun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Fjalla um afmörkuð við fangsefni sem tengjast sögu rokk og dægurlagatónlistar.
    • Geta greint einkenni og stíl í rokk- og dægurtónlist.
    • Fjalla um rokksöguleg atriði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Þekkja helstu áhrifavalda og hljómlistarfólk
    • Þekkja helstu lög og tónverk
    • Geta fjallað um tónlistarstefnur og merka hljómplötur
    • Geta lagt mat á mikilvægi einstakra tónlistarmanna og verka þeirra
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.