Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1490946976.23

  Neyðarstjórnun
  STJR3ÁS01
  1
  Stjórnun
  áhættu- og öryggisstjórnun
  Samþykkt af skóla
  3
  1
  AV
  Nemendur öðlast þekkingu á áhættu- og öryggisstjórnun til þess að þeir geti við afbrigðilegar aðstæður eða skyndileg atvik, sem geta verið skipi, áhöfn og farþegum hættuleg, tekist á við þær aðstæður með skipulögðum hætti. Lögð er áhersla á þætti sem tengjast öryggisstjórnun, gerð neyðaráætlana og ráðstafanir til að tryggja sem best öryggi áhafnar og farþega til samræmis við alþjóðlegar kröfur. Nemendum eru kynnt viðbrögð og verklagsreglur er taka til afbrigðilegra aðstæðna og viðbrögð við hættuástandi auk þess sem fjallað er um hlutverkaskipan áhafnar samkvæmt neyðaráætlun eða viðbragðsáætlun og um þjálfun áhafnar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtakinu öryggisstjórnun
  • áhrifum slysa á vinnuumhverfi og starfsanda
  • nauðsyn virkrar áhættustjórnunar
  • samskipta- og boðleiðum
  • ráðstöfunum sem beita má við siglingu í hafís
  • helstu þáttum sem huga þarf að við björgun manna úr hafsnauð annaðhvort úr sjó eða frá skipi í yfirvofandi neyð
  • innihaldi neyðaráætlunar og neyðarfyrirmæla
  • inntaki og markmiðum ISM-kóðans
  • skyldum skipstjóra og skipstjórnamanna samkvæmt ákvæðum ISM-kóðans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • forgangsraða verkefnum
  • bregðast við og gefa fyrirmæli þegar skip kennir grunns eða leki kemur að því
  • bregðast við og gefa fyrirmæli þegar skip eru hættulega nærri hvort öðru og hætta er á árekstri
  • beita aðferðum til að kanna hvort skip sé laskað eða hvort því sé hætta búin
  • beita aðferðum til að hindra að skip verði innlyksa í hafís
  • beita helstu aðferðum til að tryggja betur öryggi skips eftir að það hefur orðið fyrir áfalli sem ógnar öryggi þess
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja sér skýr, vel skilgreind og raunhæf markmið í umhverfis- og öryggismálum
  • gera áhættugreiningu
  • leiðbeina og hvetja við að ná settum markmiðum
  • gera ráðstafanir við flutning á hættulegum farmi
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.