Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491050899.26

    Viðhald vélbúnaðar skipa
    VIÐH3VV04
    1
    Viðhald véla
    viðhald og viðgerðir vélbúnaðar skipa
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    AV
    Nemandinn öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum í viðhaldi og viðgerð á brunahreyflum skipa og algengum vél- og drifbúnaði sem þeim tengist. Nemandinn tekur í sundur, skoðar og setur saman vélar og vélbúnað.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu véla og samsetningu vélahluta
    • aðferðum við að stilla saman vélar og vélbúnað
    • hlutverki og uppbyggingu forþjöppu og gangráðs
    • áhrifum hitabreytinga á þenslu vélahluta og hvernig brugðist er við þeim við hönnun vélbúnaðar
    • aðferðum og efnum sem notuð eru til að steypa undir vélar og tæki
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta ástand vélbúnaðar samkvæmt þjónustu- og viðhaldslýsingum framleiðenda
    • mæla og skoða búnað með tilliti til slits og leggja mat niðurstöður
    • taka upp strokk og bullu meðalhraðgengrar dieselvélar og meta slit
    • sveigjumæla sveifarás og leggja mat á slit í sveifar- og höfuðlegum dieselvéla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að upptektum á vélum og vélbúnaði
    • mæla upp skipsskrúfu og leggja mat á niðurstöður
    • leggja mat á dælur og dælikerfi sem þjónusta aflvélar með tilliti til viðhalds og upptektar
    • sinna umhirðu tannhjóla og vökvagíra
    • rétta af (lína saman) vél og drifbúnað
    • meta ástand brunahreyfla útfrá niðurstöðum athugana, svo sem þjöppumælingu og mælingu á smurolíuþrýstingi
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.