Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491129462.38

    Innangerð húsa
    INNA2IK03
    1
    Innanhússklæðningar
    Innanhússklæðningar
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Av
    Í áfanganum lærir nemandinn um létt byggingavirki innanhúss með áherslu á útfærslur og klæðningu veggja, lofta og gólfa. Nemandinn lærir um uppsetningu grindar- og klæðningakerfi, efnisnotkun, festingar, einangrun, áhöld, tæki og vinnuaðferðir. Nemandinn lærir um smíði léttra innveggja úr blikkstoðum, klæðningu þeirra með gifsplötum, uppsetningu niðurhengdra kerfislofta og lagningu mismunandi gólfefna. Nemandinn lærir um útfærslur og frágang á léttum byggingavirkjum í votrými með tilliti til mygluvarna. Áfanginn er bæði ætlaður húsa- og húsgagnasmiðum og kennslan er að mestu bókleg.
    TRÉS2NT04 og TRÉS2PH10
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi gerðum inniklæðninga
    • uppbyggingu innveggja
    • hljóðvist húsa
    • niðurdeilingu klæðningarefna
    • frágang í votrými
    • mygluvörnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • smíða innveggi eftir verklýsingu
    • velja byggingaefni og festingar við hæfi
    • vinna með mismunandi klæðningaefni
    • áætla efnismagn til klæðninga
    • deila niður klæðningaefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta byggingaefni sem best
    • velja klæðningaefni eftir aðstæðum
    • klæða veggi, gólf og loft
    • fjalla um mismundandi gerðir klæðninga
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.