Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1491130304.01

  Trésmíði 3
  TRÉS2II16
  3
  trésmíði
  gluggar, hurðir, inniklæðningar, innréttingar
  Samþykkt af skóla
  2
  16
  AV
  Í áfanganum lærir nemandinn um innangerð húsa, svo sem afréttingu, lektun útveggja, plötuklæðningar, og uppsetningu innveggja. Nemandinn lærir glugga– og hurðasmíði ásamt frágangi við glugga– og hurðaop. Einnig lærir nemandinn um smíði innréttinga og innihurða, uppsetningu þeirra og frágang. Kennslan er að mestu verkleg þar sem nemendur smíða hluti eftir teikningum og/eða verklýsingum. Áfanginn er ætlaður bæði húsa– og húsgagnasmiðum.
  TRÉS2NT04 og TRÉS2PH10
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • innri uppbyggingu húsa
  • frágangi klæðninga, innréttinga, gólfefna, glugga og hurða
  • innveggjasmíði
  • mismunandi gerðum glugga og hurða
  • ólíkum lausnum við smíði innréttinga
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota og vinna með öryggisbúnað
  • velja verkfæri við hæfi og vinna með þau
  • rétta af útveggi undir klæðningar
  • smíða ólíkar gerðir innveggja
  • smíða glugga, hurðir og innréttingar
  • áætla efni til smíðavinnu
  • vinna eftir teikningum og verklýsingum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • smíða eftir teikningum og verklýsingum
  • leysa af hendi fjölbreytt verkefni á byggingavinnustað
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.