Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491130861.04

    Teiknivinna húsasmiða II
    TEIV3ÞT05(AV)
    1
    Teikningar og verklýsingar
    steypumót, tréstigar, þakvirki
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Í áfanganum lærir nemandinn aðferðir til að finna út raunstærðir mismunandi byggingahluta út frá tvívíðum teikningum og verklýsingum. Nemandinn lærir um þök, þakvirki og sperrusnið, tréstiga og tröppur ásamt steypumótum. Mikilvægt er að nemandinn vinni áfangann jafnhliða lokaverkefni í húsasmíði, þar sem unnin verða svipuð eða samskonar verkefni. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaleit og gagnaúrvinnslu og hafi aðstöðu til að prenta út vinnuteikningar í fullri stærð til notkunar í öðrum áföngum. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og byggist aðallega á verkefnavinnu.
    TEIV2GH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • útlagningu sperra og stigakjálka
    • reglum og reikniaðferðum um stiga
    • vinnuteikningum sem henta fyrir trésmíðaverkstæði
    • vinnu með hugbúnað frá framleiðendum steypumóta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota tölvur til teikninga og útreikninga
    • útbúa sérmyndir, deili og snið
    • vinna með mismunandi mælikvarða
    • útbúa vinnuteikningar og efnisskýrslur
    • útbúa teikningar til prentunar og prenta út nothæfar vinnuteikningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja uppbyggingu vinnuteikninga
    • teikna útlitsmyndir, sérmyndir, deili og snið í tölvu
    • útbúa vinnuteikningar eftir öðrum teikningum og fyrirmælum
    • vinna eftir teikningum á trésmíðaverkstæði
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.