Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491131678.85

    Lokaverkefni í húsasmíði
    LOVE3ÞR06
    2
    Lokaverkefni
    raunstærðir, útflatningar, þakvirki
    Samþykkt af skóla
    3
    6
    AV
    Í áfanganum gefst nemendum færi á að búa sig markvisst undir sveinspróf. Unnin eru verkefni, lík þeim sem tekin eru fyrir í sveinsprófi. Þau krefjast þess að nemendur nýti og samþætti þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér í skóla og á vinnustað á námstímanum. Farið er í upprifjun bóklegra og verklegra þátta úr fyrri áföngum eftir því sem þurfa þykir. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og fer kennslan fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu þar sem tvinnað er saman bóklegum og verklegum þáttum námsins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skipulagningu verkefna
    • upplýsingaöflun og áætlanagerð
    • byggingarreglugerð og skipulagslögum
    • öryggisreglum og öryggisbúnaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna í samræmi við lög, reglugerðir og staðla
    • vinna eftir séruppdráttum og deilum
    • vinna sjálfstætt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja saman alla þætti vinnustaðanáms og skóla
    • undirbúa verkefni á eigin spýtur
    • gera efnis- og tímaáætlun
    • framkvæma verkefni sjálfstætt í samræmi við áætlanir
    • fylgja fyrirliggjandi verkáætlunum og teikningum
    • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað
    • rökstyðja val á aðferðum, efnum, áhöldum og tækjum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.