Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1491134029.93

  Starfsþjálfun húsasmiða 1
  STAÞ2SH20
  7
  Starfsþjálfun
  starfsþjálfun húsasmiða
  Samþykkt af skóla
  2
  20
  AV
  Í þessum áfanga fer nemandinn í starfsþjálfun á vinnustað. Æskilegt er að hann taki alla starfsþjálfunina á sama vinnustaðnum og hjá sama iðnmeistaranum, en mögulegt er að skipta starfsþjálfuninni á fleiri vinnustaði og meistara. Nemandinn á að vinna við sem fjölbreyttasta verkþætti á vinnustað og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við verkþættina. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum er með ferilbók, sem nemandinn og iðnmeistari fylla inn í eftir framvindu. Æskilegt er að starfsþjálfun sé lokið áður en nemandinn hefur nám á lokaönn í skóla. Skólinn hefur eftirlit með starfsþjálfun nemandans og staðfestir hana með samþykkt sinni á ferilbókinni.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • námsleiðum innan bygginga– og mannvirkjagreina
  • öryggiskröfum á vinnustað
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa og greina einfaldar teikningar, verklýsingar og önnur verkgögn
  • beita algengustu áhöldum og tækjum innan atvinnugreinarinnar
  • fara vel með tæki og tól og nýta vel það efni sem unnið er með
  • gæta öryggis við vinnu og á vinnustað
  • ganga fagmannlega frá í kennslustofu og á vinnustað og fara eftir leiðbeiningum kennara og verkstjóra
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sinna störfum innan bygginga– og mannvirkjaiðnaðar
  • nýta algengustu áhöld og tæki innan atvinnugreinarinnar
  • nota helstu efni sem unnið er með í bygginga– og mannvirkjaiðnaði
  • fylgja öryggisráðstöfunum á vinnustað
  • tileinka sér mikilvægi heilsuverndar og umhverfisverndar í atvinnugreininni
  • skilja mikilvægi góðra samskipta og samvinnu á vinnustað
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum meistara í viðkomandi grein.