Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491215140.55

    Brot og útskot
    BROT2BB06(DU)
    1
    Brot og útskot
    Brot og útskot
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    DU
    Í áfanganum læra nemendur um brot, brotvélar, útskot og aðra þætti er varða vinnu við brotvélar og nauðsynlegt er að þeir kunni. Þeir læra um trefjastefnu og eigin¬leika pappírs, um hugtök og heiti í prentun og um framleiðsluáætlanir. Nemendur læra um grunnatriði vélbrots, helstu gerðir brotvéla ¬og ólíkar brotgerðir. Þeir kynna sér sérstakan aukabúnað fyrir brotvélar og hagnýtar ábendingar er varða sérbrot, tæknileg vandamáI, ganghraða og afköst. Farið verður í grunnatriði útskots. Kennslan í áfanganum byggir á fyrirlestrum kennara og verkefnavinnu nemenda þar sem ýmist er um einstaklings- eða hópverkefni að ræða.
    Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnslu brotvéIa, m.a. með tilliti til útskots.
    • helstu hugtökum er varða vinnu við brotvél.
    • sundurskurðarhnífum og Iímingum.
    • ólíkum tegundum útskots með hliðsjón af ílagskanti, broti og skurðarmerkjum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • finna trefjastefnu með fjórum mismunandi aðferðum.
    • stilla brot fyrir mismunandi síðufjölda.
    • nota felIingarhnífa og rifgötunarhnífa.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra muninn á hnífabroti og kasettubroti.
    • hafa vald á harmonikkubroti og veltibroti.
    • geta útskýrt gluggabrot.
    Símat.