Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491219765.52

    Hönnun, framleiðsla
    HUGM4HF06
    7
    hugmyndavinna
    Hönnun, framleiðsla
    Samþykkt af skóla
    4
    6
    Áfanginn er undanfari fyrir verkstæðisáfanga þar sem nemandinn vinnur sjálfstætt hönnunarverkefni sem hugsað er til framleiðslu. Nemandinn þróar og dýpkar hugmyndir sínar fyrir verkefnið og rannsakar í því skyni hugmyndafræði á bak við almenna vöruframleiðslu, bæði á forsendum hönnunar og samfélags, auk viðskiptalegra þátta. Sérstök áhersla er lögð á að nemandinn taki ábyrga afstöðu til umhverfislegra þátta í undirbúningi fyrir verkefni sitt. Nemandinn kynnist mikilvægi þess að eiga í virku samtali við framleiðendur og neytendur. Nemandinn skráir hugmyndir sínar markvisst hjá sér og þjálfar hæfni sína í að rökstyðja hugmyndir sínar á hlutlægan hátt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi skissuteikninga í þróun hugmynda og verka
    • gagnsemi þess að vinna skissubók til að þjálfa og efla vinnubrögð
    • samfélagslegri og umhverfislegri ábyrgð sem fylgir hönnun og framleiðslu á hvers kyns vöru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna jafnt og þétt að því að bæta teiknihæfileika sína
    • koma hugmyndum sínum og teikningum á framfæri á sannfærandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera teikningu að sjálfsögðum hluta í þróun hugmynda og framsetningu verka
    • nýta skissubók sem persónulega uppsprettu
    • greina eigin persónueinkenni í hugmyndum, formum og aðferðum og miðla þeim áfram í eigin verkum