Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491224829.42

    Keramik, hönnun og framleiðsla
    MÁLS4KF03
    6
    Málstofa
    Keramik, framleiðsla, hönnun
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Áfanginn er vettvangur fyrir víðfeðma fræðilega umræðu og faglega gagnrýni þar sem nemandinn rannsakar margbrotinn heim leirmunagerðar í samhengi við myndlist, hönnun og handverk. Markmiðið er að opna umræðu um helstu strauma, stefnur og gerendur, varpa ljósi á hugmyndir, hugtök og kenningar og skoða þörf mannsins fyrir gerð nytjahluta og dýpka þannig skilning nemandans á eðli fagsins og listarinnar. Vettvangsferðir eru hluti af viðfangsefni áfangans þar sem margs konar menningarviðburðir eru skoðaðir, gagnrýndir og metnir. Viðhorf og verk ýmissa lista- og fræðimanna eru til umfjöllunar og nemandinn fær tækifæri til að rýna í hugmyndir þeirra. Í áfanganum er lögð áhersla á að fjalla um leirmunagerð og keramikhönnun á 20. og 21. öld. Myndlist, hönnun og listhandverk er skoðað í víðu samhengi og ljósi sögunnar varpað á leirmunagerð og keramikhönnun í samtímanum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi faglegrar gagnrýni og umræðu um listir og menningu
    • hugmyndum og verkum ýmissa ólíkra hönnuða og listamanna gegnum tíðina
    • helstu hugmyndum, hugtökum og kenningum í faginu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ræða á gagnrýninn og faglegan hátt um myndlist, hönnun og handverk
    • lesa um og ræða margvíslegt fræðiefni um leirmunagerð í víðu sögulegu samhengi
    • taka þátt í umræðum um eigin verk og annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka faglega og gagnrýna afstöðu í umræðu um eigin verk og annarra
    • beita helstu hugtökum sem notuð eru í fræðikenningum um strauma og stefnur í myndlist, hönnun og handverk
    • vitna í fræðilegar kenningar í samræðum um keramik/leirmunagerð