Markmið áfangans er að efla nemandann sem íþróttamann, bæði líkamlega og faglega. Áfanginn er þríþættur og byggir á styrkþjálfun þar sem nemendur velja sér áherslur í líkamlegri þjálfun í samstarfi við kennara. Annar þátturinn felst í tækniþjálfun eða verkefnavinnu sem er sérsniðin að viðkomandi íþróttagrein. Þriðji þátturinn er fagbókleg kennsla þar sem fjallað er um grundvallaratriði þjálffræði. Gerðar eru kröfur til nemenda um góða ástundun og námsárangur.
AFÍÞ1NS05/AFR1A05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum í þjálffræði, s.s. þolþjálfun og styrkþjálfun.
grunntækniatriðum í viðkomandi íþróttagrein.
mikilvægum hugtökum innan þjálffræðinnar, s.s. ákefð, magn, hraði, afl, loftfirrt og loftháð þol.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp æfingar í tímaseðil sem byggja á grundvallaratriðum þjálffræði.
• ástunda góða og rétta líkamsbeitingu við þjálfun styrks og afls.
framkvæma einföld tæknileg atriði í grundvallarhreyfingum í viðkomandi íþróttagrein.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta eigin þjálfun m.t.t. ákefðar og magns. Metið með verklegum æfingum og prófum.
þekkja einkenni álags og þreytu í kjölfar æfinga og beita aðferðum við að sporna gegn þeim.
auka styrk, tækni og hraða eftir því sem við á í hverri íþróttagrein sem metið er með líkamlegum prófum.
nota rétta tækni í grundvallarhreyfingum í viðkomandi íþróttagrein, t.d. sendingum og móttöku. Metið af kennurum m.a. með tækniprófum.
Líkamleg próf (styrkþjálfun): Nemendur eru prófaðir í nokkrum lykilþáttum líkamslegs forms, s.s. afli, snerpu og hreyfanleika. Unnið er að því að bæta þessa þætti í styrkþjálfunartímum vetrarins.
Bóklegt próf (fagbókleg kennsla): Er úr bóklegum fyrirlestrum vetrarins, ásamt spurningum úr því efni sem kennt er í gegnum styrkþjálfunina. Allt efni sem lagt hefur verið inn í bóklegum tímum fyrir próf sem og efni sem kynnt hefur verið í styrkþjálfun.
Skráning í vellíðunarkönnun: Nemandi fyllir út rafræna könnun vikulega. Hver skil á réttum tíma gilda og mikilvægt er að svörin séu gefin eftir bestu samvisku.