Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1491991160.97

    Afreksíþróttir 4
    AFÍÞ2AG05
    4
    Afreksíþróttir
    Afrekshugsun-grunnur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að efla nemandann sem íþróttamann, bæði líkamlega og faglega. Áfanginn er þríþættur og byggir á styrkþjálfun þar sem nemendur velja sér áherslur í líkamlegri þjálfun í samstarfi við kennara. Annar þátturinn felst í tækniþjálfun eða verkefnavinnu sem er sérsniðin að viðkomandi íþróttagrein. Þriðji þátturinn er fagbókleg kennsla þar sem fjallað er um grundvallaratriði afrekshugsunar. Gerðar eru kröfur til nemenda um góða ástundun og námsárangur.
    AFÍÞ2ÍG05/AFR2A05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnkenningum afrekshugsunar sem fjalla um hugarfar sem styður við árangur í íþróttum.
    • flóknari tækniatriðum í viðkomandi íþróttagrein.
    • jákvæðum áhrifum þess að hafa hugmyndafræði og markmið til að styðjast við sem íþróttamaður.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér hugmyndafræði til að bæta árangur sinn.
    • ástunda góða og rétta líkamsbeitingu við þjálfun styrks og afls.
    • framkvæma flóknari tæknileg atriði í grundvallarhreyfingum í viðkomandi íþróttagrein.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta og móta eigin hugmyndafræði um árangur og afrek.
    • útskýra ávinninginn af því að taka upp jákvæðar venjur og hugmyndafræði til árangurs í daglegu lífi.
    • auka styrk, tækni og hraða eftir því sem við á í hverri íþróttagrein, sem metið er með líkamlegum prófum.
    • nota rétta tækni í flóknari hreyfingum í viðkomandi íþróttagrein, t.d. sendingum, móttöku og skotum. Metið af kennurum m.a. með tækniprófum.
    Líkamleg próf (styrkþjálfun): Nemendur eru prófaðir í nokkrum lykilþáttum líkamslegs forms, s.s. afli, snerpu og hreyfanleika. Unnið er að því að bæta þessa þætti í styrkþjálfunartímum vetrarins.

    Bóklegt próf (fagbókleg kennsla): Er úr bóklegum fyrirlestrum vetrarins, ásamt spurningum úr því efni sem kennt er í gegnum styrkþjálfunina. Allt efni sem lagt hefur verið inn í bóklegum tímum fyrir próf sem og efni sem kynnt hefur verið í styrkþjálfun.

    Skráning í vellíðunarkönnun: Nemandi fyllir út rafræna könnun vikulega. Hver skil á réttum tíma gilda og mikilvægt er að svörin séu gefin eftir bestu samvisku.