Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492515480.26

  Rafmagn í bíliðngreinum - ljósakerfi
  BRAF2RL01
  11
  Rafmagn í bíliðngreinum
  ljósakerfi, rafmagn
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið í grundvallaratriði ljósfræði og lýsingartækni. Farið yfir ýmsar gerðir ljóskera og íhluti tengda þeim, prófanir, viðhald og viðgerðir. Raflagnir: varbúnaður, val á leiðara, tengingar, bilanaleit og viðgerðir. Farið yfir reglugerð um ljósabúnað. Unnið að stillingum aðalljóskera í bifreiðum. Meðferð og umhirða rafgeyma í bifreiðum, sýrugeymum jafnt rafgeymum sem notaðir eru í rafbifreiðar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu gerðum ljósgjafa og ljóskera í ökutækjum, virkni þeirra og viðhaldsreglur
  • kröfum reglugerða um ljósabúnað sem skylt er að hafa í ökutækjum svo og ljósabúnað sem leyfilegt er að hafa
  • viðhaldi og mælingum á sterkstraums rafgeymum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með reglugerð um ljósabúnað ökutækja
  • vinna við bifreiðar með háspenntum rafgeymum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • prófa ljósabúnað og finna bilanir
  • gera við bilanir í ljósakerfi og raflögnum
  • skipta um ljósgjafa og ljósker ásamt búnaði
  • stilla aðalljósker og önnur ljósker sem krafist er að séu stillt
  Verklegt mat; nemandinn nefnir og lýsir gerð og virkni ljósa- og lýsingarbúnaðar í ökutækjum. Nemandinn sýnir að hann getur fundið bilanir og gert við þær, skipt um íhluti, þ.m.t. ljósaperur og ljósastæði. Hann sýnir að hann getur stillt ökuljós samkvæmt fyrirmælum reglugerðar og framleiðanda ökutækis. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans.