Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492517185.29

  Rétting - mótun og mælingar
  RETT2SR05
  9
  RÉTTINGAR
  RETT
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Rétting lausra yfirbyggingahluta, svo sem bretta og hurða. Frágangur samskeyta og fylling viðgerðra tjóna. Fjallað um notkun vökvatjakka við réttingu lausra hluta. Farið yfir mælingar yfirbygginga og grinda. Farið yfir tjónamatskerfið Cabas. Framkvæmd æfingaverkefni með lausum mælibúnaði og farið yfir mælikerfi og málblöð sem notuð eru við réttingu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • kröfum til burðarvirkis í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
  • fylliefnum og meðferð þeirra
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • rétta lausa hluti með viðeigandi búnaði
  • tjakka, rétta og þrykkja meðalstærð af tjóni á stökum lausum hlut
  • ganga frá afmörkuðum réttingafleti tilbúnum til málningar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skoða áverka á ökutæki samkvæmt tjónamatskerfinu Cabas
  • lýsa mælitækni og mæliþörf á bifreiðatjónum og geti fyllt út mæliskýrslu
  • framkvæma einstakar burðarvirkismælingar með lausum búnaði og gera samanburðarmælingar með málstöngum og handmælingu
  Vægi, skriflegt mat 40%. Verklegt mat 40%. Ástundun 20%.