Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492522904.14

  Samskeyting - skörun yfirbyggingahluta
  BMYT3SY03
  3
  Yfirborðsmeðhöndlun
  BMYT
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  Verklegar æfingar í samsetningum yfirbyggingahluta og frágangi samskeytinga með hlífðargassuðu, mótstöðusuðu með skörun, koparsuðu og límingu. Tinfyllingar æfðar bæði á samskeytum og á fleti eftir réttingu. Æfður frágangur suðusamskeyta og kíttun samskeyta.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu fylliefnum, eiginleikum þeirra, notkunarreglna og val til frágangs samskeyta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota tinfyllingu bæði samskeyttra og viðgerðra flata
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja saman yfirbyggingahluta og skeyta saman með hlífðargassuðu, mótstöðusuðu með skörun, koparsuðu og límingu
  • ganga frá þéttingu skaraðra samskeyta með fylliefnum í samræmi við kröfur framleiðenda
  Verklegt mat 80%. Ástundun 20%.