Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492525211.57

  Verkstæðisfræði - samskipti og skipulag
  BVVE2VS01
  7
  Verkstæðisfræði
  samskipti, skipulag, verkstæðisfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  1
  Farið yfir samskipti milli starfsmanna á vinnustað og viðskiptavina. Framkoma við viðskiptavini: ráðlegging, útskýringar á viðgerðarþörf, fyrirspurnir og kvartanir. Farið yfir skipulag vinnu, verkfæranotkun, upplýsingaöflun og aðferðir við bilanagreiningu. Notkun viðgerða- og handbóka. Mikilvægi sanngirni og heiðarleika í samskiptum. Nauðsyn skipulegra vinnubragða og heildaryfirsýnar við störf.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nauðsyn góðra samskipta og trausts á milli þeirra sem tengjast starfi viðgerðamannsins
  • gildi tjónamatskerfa
  • kröfum um ástand og öryggi í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • finna upplýsingar í viðgerða- og handbókum
  • nota skoðunarhandbók Samgöngustofu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja vinnu sína svo að árangur starfsins verði sem bestur
  • skrá vinnuskýrslu um verk sín
  • gera einfalda áætlun um viðgerð á bifreið
  Verklegt mat; nemandinn lýsir hvar og hvernig megi finna ýmsar upplýsingar sem varða vinnuvistfræði, viðgerðir og reglur eða fyrirmæli um verkstæðisbúnað, ökutæki og umferð. Hann tekur þátt í hlutverkaleikjum nemendahópsins um viðfangsefni áfangans. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um almenna og fræðilega þætti áfangans.