Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492770314.65

  Litafræði í bílamálum
  BMLF2UL03
  3
  Litafræði í bílamálun
  Uppbygging litakerfa
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  Kynnt er uppbygging litakerfa (NCS) sem byggjast á grunnlitum. Gerðar eru æfingar í litablöndun, fundnir litir miðað við lit sem er fyrir á fleti eða eftir litaspjaldi, lagaðir litir og þeim breytt eftir áferð á fletinum eftir málun. Fjallað um hreina liti og glitliti (málning sem inniheldur t.d. málmflögur, metallic). Farið yfir notkun tölvutækra litablöndunarkerfa til að finna rétta liti og blöndun litarefna með tölvuvog. Áhersla lögð á að nemandinn fari eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna og tækja.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • aðferðafræði sem beita þarf við litabreytingar
  • grunnlitum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera einfaldar litablöndur miðað við NCS-litakerfið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa niðurröðun lita í ákveðið mynstur eftir NCS-litakerfi
  • lýsa mismun á hreinum litum og glitlitum
  Skriflegt mat 40%. Verklegt mat 40%. Ástundun 20%