Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492789849.1

  Vinnuaðferðir og tæki
  BMVT3VT05
  2
  Bílamálun - vinnuaðferðir og tækni
  Vinnuaðferðir og tækni
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Farið yfir hvernig skuli velja þær vinnuaðferðir er henta viðkomandi vinnuáætlun um undirvinnu og málun og viðeigandi tækjabúnað. Æfingar í að meta galla í málningarvinnu og hvernig gera skuli viðeigandi ráðstafanir til úrlausna. Nemendur fá þjálfun í meðhöndlun vatnsmálningarefna og umhirðu tækja sem notuð eru við vinnu með vatnsefni. Áhersla lögð á að nemendur fari eftir fyrirmælum framleiðenda (OEM) um notkun efna og tækja.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • öllum helstu vinnuaðferðum og tæknibúnaði sem beita þarf við undirbúning og málun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta galla í málningarvinnu
  • meðhöndla vatnsmálningarefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera verkáætlanir og vinni verkefni samkvæmt óskum verkkaupa um endanlegt útlit og áferð sem er í fullu samræmi við viðurkenndar aðferðir framleiðenda ökutækja eða efnisframleiðanda hverju sinni
  Skriflegt mat 20%. Verklegt mat 60%. Ástundun 20%.