Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1492789952.41

  Vinnuaðferðir og tæki
  BMVT4VT05
  2
  Bílamálun - vinnuaðferðir og tækni
  Vinnuaðferðir og tækni
  Samþykkt af skóla
  4
  5
  Nemendum kennt að velja þær vinnuaðferðir er henta viðkomandi verkefni og að velja viðeigandi tækjabúnað. Nemendur fá til úrlausnar viðeigandi verkefni er reyna á hæfni þeirra til að skila verkefni sem er í fullu samræmi við óskir verkkaupa og viðurkennda staðla framleiðenda ökutækja um viðhald og viðgerðir lakkyfirborðs. Áhersla lögð á að nemendur fari eftir fyrirmælum framleiðenda um notkun efna og tækja.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim auka- og hjálparefnum á markaðnum sem gera honum fært að skila verki frá sér hverju sinni á lýtalausan hátt
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hann staðfesti að hann kunni allar helstu vinnuaðferðir við bílamálun
  • hann staðfesti að hann kunni að nota þann tæknibúnað sem beita þarf við bílamálun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa því hvað er gott og vel unnið verk samkvæmt forskrift
  Skriflegt próf 20%. Verkefni 60%. Mat 20%.