Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1493045719.18

  Lokaverkefni
  FATA3LO10
  6
  fatahönnun
  lokaáfangi
  Samþykkt af skóla
  3
  10
  Í áfanganum nýta nemendur sér alla þá kunnáttu sem þeir hafa aflað sér í fyrri textíl- og fatahönnunaráföngum. Hugmyndavinna og skissubók með söfnun upplýsinga. Nemendur vinna möppu með sköpun sinni. Unnið er að þremur alklæðnuðum sem allir þurfa að tengjast hugmyndafræði nemandans. Vettvangsferðir og verkefni nemenda verða til sýnis.
  FATA2SH05, FATA2FF05 og FATA3FF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notkun hugmyndamöppu og skráningu á hugmyndum
  • sniðum og útfærslu þeirra
  • saumtækni
  • fatastílsfræðum og litum
  • tímasetningar á vinnuferli
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skrá hugmyndir og vinna ferilbók
  • vinna snið og útfæra þau
  • búa til ferilmöppu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna fatnað sem fer vel á þeim sem á að klæðast honum
  • til að setja saman þrjá alklæðnaði
  • tímasetja vinnu svo verkefnalok verði á réttum tíma