Í þessum áfanga er lögð áhersla á þá hugmyndafræði og gildi sem liggja samskiptum fagfólks til grundvallar. Farið er í ýmis hugtök úr siðfræði heilbrigðisþjónustu eins og sjálfræði, velferð, faglegt forræði auk skyldna fagfólks og réttinda skjólstæðinga. Nemendum eru kynntar aðferðir við úrlausna siðferðilegra álitamála. Fjallað er um siðferði rannsókna á fólki og hugmyndir um réttláta heilbrigðisþjónustu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim gildum sem liggja mannlegri breytni til grundvallar
helstu hugtökum, markmiðum og aðferðum siðfræðinnar
helstu skyldum fagfólks og réttindum sjúklinga
skilyrðum siðferðilegs sjálfræðis og réttmæti faglegs forræðis
forsendum réttlátrar heilbrigðisþjónustu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita siðferðilegum hugtökum á markvissan hátt í ræðu og riti
skoða siðferðileg álitamál út frá fleiri en einu sjónarhorni bæði í ræðu og riti
greina og leysa úr siðferðisvanda
greina frá helstu fræðihugmyndum í siðfræði heilbrigðisþjónustu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
heimfæra þær fræðihugmyndir og hugtök sem fjallað var um í áfanganum yfir á einstök dæmi úr raunveruleikanum
geta rökstutt hin ýmsu sjónarhorn á siðferðilegum álitamálum
geta tengt þær fræðihugmyndir sem fjallað er um í áfanganum við daglegt líf
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá