Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1493726459.23

    Almenn hjúkrun
    HJÚK1AG05
    3
    Hjúkrun, grunnur
    Almennur, grunnur
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um sögu og hugmyndafræði hjúkrunar. Kynnt eru lög og reglugerðir sem lúta að heilbrigðisþjónustu á Íslandi, siðareglur sjúkraliða og hvað felst í hugtakinu fagmennska. Fjallað er um umhyggjuhugtakið, andlegar, líkamlegar og félagslegar þarfir skjólstæðinga. Fjallað er um þætti sem hafa áhrif á líðan og breytingar á líkamsstarfsemi. Auk þess er fjallað um umönnum sjúklinga og þætti sem hafa áhrif á sjálfsumönnun.
    Að hafa lokið 1. önn í sjúkraliðanámi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og þróun hjúkrunar og þeirri hugmyndafræði sem hjúkrunarstörf byggjast á
    • helstu skipulagsformum hjúkrunar
    • umhyggjuhugtakinu
    • siðareglum sjúkraliða
    • réttindum skjólstæðinga skv. lögum
    • mikilvægi skráninga og athugana í hjúkrun
    • grunnþörfum mannsins og frávikum frá þeim
    • mikilvægi svefns og hvíldar
    • áhrifum verkja á skjólstæðing
    • fylgikvillum rúmlegunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrá niðurstöður athugana og mælinga á viðurkenndan hátt
    • fylgja leiðbeiningum í þeim tilgangi að bæta líðan skjólstæðings
    • fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegunnar
    • sýna faglega umhyggju
    • taka á móti skjólstæðingi á faglegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja sögu og hugmyndafræði hjúkrunar við hjúkrunarstörf
    • útskýra tengsl andlegs, líkamlegs og félagslegs ástands skjólstæðings við hjúkrunarþarfir hans
    • gera grein fyrir ábyrgð sjúkraliða í hjúkrun
    • eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti og samstarf við skjólstæðinga og samstarfsfólk
    • sýna fagmennsku í orði og verki
    • rökstyðja mikilvægi þagnarskyldu og trúnaðar í samskiptum við skjólstæðing
    • útskýra mikilvægi þess að umgangast nánasta umhverfi skjólstæðings af virðingu
    • taka þátt í samræðum um líðan skjólstæðings
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá