Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1493819525.29

    Daglegt líf
    DANS1DL05
    15
    danska
    Daglegt líf. Tal, hlustun, orðaforði og lestur, ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að byggja grunn í tungumálinu. Efni áfangans fjallar um daglegt líf og markmiðið er að styrkja alla færniþætti tungumálsins. Tal: Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að tala einfalda dönsku. Hlustun: Nemendur vinna með hlustun sem tengist þeirra áhugasviði og daglegu lífi. Ritun: Nemendur skrifa stutta texta eins og t.d. persónuleg bréf, skilaboð eða endursögn um kvikmynd. Orðaforði: Nemendur vinna með orðaforða í tengslum við námsefnið. Lestur: Nemendur lesa smásögur og ýmiss konar léttlestrartexta.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum í ritun á dönsku
    • daglegu lífi ungs fólks í Danmörku
    • stuttum textum sem fjalla um kunnuglegt efni
    • orðaforða sem tengist áhugasviði og daglegu lífi
    • einföldu daglegu talmáli um kunnuglegt efni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota viðeigandi hjálpargögn og upplýsingatækni
    • svara spurningum skriflega og skrifa stutta texta í samfelldu máli um efni sem hann hefur áhuga á eða þekkir til
    • beita orðaforða á skýran og réttan hátt
    • svara spurningum munnlega og taka þátt í einföldum samræðum um kunnuglegt efni
    • skilja talað mál þegar talað er skýrt um kunnuglegt efni
    • lesa ýmiss konar texta á eigin áhugasviði og beita viðeigandi lestraraðferðum hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með frásögnum og skilja aðalatriði ef efnið er kunnuglegt
    • tileinka sér aðalatriðin í stuttum greinum og draga ályktanir af því sem hann les
    • tjá skoðun sína
    • lesa einfaldan skáldskap sér til ánægju
    • miðla eigin skoðunum og tilfinningum
    • skrifa stutta samantekt, t.d. um kvikmynd