Í þessum áfanga vinna nemendur með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum afl- og varmafræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru í náttúruvísindum. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Einingakerfi og meðferð eininga í útreikningum, mæling lengdar, tíma og massa, lýsing hreyfingar eftir beinni línu, hreyfilögmál Newtons, núningskraftar, samband vinnu og mismunandi orkuforma, varðveislulögmál orku, skriðþungi og varðveisla hans í línulegum árekstrum, þrýstingur í vökvum og lofttegundum, hiti og hreyfing efniseinda, ástandsjafna lofttegunda, varmaorka og varmaleiðni, varmarýmd, eðlisvarmi og fasaskipti. Áhersla verður lögð á að tengja verkefni við reynslu nemendanna og daglegt líf.
A.m.k. 10 fein. í stærðfræði á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einingakerfi (SI) og táknum/hugtökum afl- og varmafræði
helstu hugtökum á íslensku og ensku
tenglsum afl- og varmafræði við aðrar raungreinar, samfélag og umhverfi
kraftlögmálum Newtons
orku og varðveislu hennar
þrýstingi
hita
ástandsjöfnu kjörgass
varma, varmarýmd og fasaskiptum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota markverða tölustafi með viðeigandi einingum í útreikningum
setja fram og túlka gröf er lýsa hreyfingu hluta
nota stærðfræði við lausn verkefna/jafna
vinna sjálfstætt að framkvæmd verklegra æfinga og útskýra niðurstöður út frá verklýsingu/tilraunaseðli
beita hreyfilögmálum Newtons
vinna með orkuhugtakið og tengsl þess við vinnuhugtakið
beita gaslögmálinu
leysa einföld verkefni um varma og varmaskipti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tengja saman efnisþætti afl- og varmafræði og beita skipulegum aðferðum við úrlausn einfaldra viðfangsefna
meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
útskýra og draga ályktanir út frá niðurstöðum verklegra æfinga
sýna sjálfstæði við að miðla niðurstöðum verklegra æfinga og annarra verkefna áfangans
skiptast á skoðunum við aðra um lausnir og útskýra hugmyndir sínar og lausnir á skilmerkilegan hátt
tengja afl- og varmafræði við daglegt líf, umhverfi og aðrar fræðigreinar
sjá notagildi eðlisfræðinnar í daglegu lífi og við tækniþróun samfélagsins
geta fylgst með og tekið þátt í upplýstri umræðu og mótað afstöðu til málefna er snerta vísindi, tækni og samfélag
vera læs á vísindafréttir sem tengjast sviði áfangans
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.