Í áfanganum er lögð áhersla á að gera nemendur læsa á þá þætti fjármála sem snerta hinn almenna borgara. Þjálfuð er notkun reiknivéla og tölvuforrita sem tengjast rekstri einstaklings og heimila. Farið er í launaútreikninga, skattaskil og frádrátt, rekstur heimilis, bíls og aðrar fjárhagslegar skuldbindingar sem nemendur þurfa í framtíðinni að takast á hendur. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði verða til umfjöllunar auk þess sem nemendur verða þjálfaðir í gerð ferilskrár og starfsumsókna. Fjallað er um upplýsingaleit og skipulag gagna í tölvu, netöryggi, persónuvernd og vírusvarnir. Sérstaklega er rætt um persónuupplýsingar á netinu, t.d. hvaða persónulegu upplýsingar ber að varast að setja á netið eða upplýsa um á spjallrásum.
Grunnskólapróf.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einföldum fjármálum daglegs lífs
fjármálahugtökum daglegs lífs
tilgangi skatts og annars frádráttar s.s. launatengd gjöld
rekstri heimilis og bifreiðar
gerð atvinnuumsókna, atvinnuleitar og gerð ferilskrár
helstu þáttum sem snerta kröfur, réttindi og skyldur á vinnumarkaði
helstu möguleikum í upplýsingatækni og þeim forritum sem tengjast fjármálum einstaklinga og rekstri heimila
persónuvernd, ábyrgð og varkárni í allri umgengni við tölvur og netsamskipti
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa launaseðla og önnur fjármálatengd skjöl sem varða daglegt líf einstaklings og heimila
reikna útborgun launa eftir skatt
afla sér upplýsinga og geta notað algengustu forrit til nauðsynlegra útreikninga
halda einfalt heimilisbókhald
útbúa atvinnuumsókn og ferilskrá
greina helstu hættur sem snúa að persónuvernd og samskiptum á netinu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja tilgang skatta og gjalda
skilja samhengi tekna og útgjalda
gera sér grein fyrir samhengi eigin fjárhags og neyslumynsturs
lesa í og greina fjármálatilboð sem beinast að einstaklingum og heimilum
setja saman ferilskrá og sækja um vinnu
draga ályktanir varðandi trausta notkun upplýsingatækni
skipuleggja varðveislu eigin gagna í tölvu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.