Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1493821979.99

    Ritun og tjáning
    ÍSLE2RL05
    51
    íslenska
    lestur, ritun og tjáning
    for inspection
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á lestur, hlustun, ritun og tjáningu. Unnið er með fjölbreytt efni með það að markmiði að efla kunnáttu í textagreiningu og efla áhuga á lestri. Lögð er áhersla á að nemandi geti skrifað mismunandi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði við hæfi. Ritun er þjálfuð, allt frá fyrstu hugmyndum til fullbúins texta. Tjáning er þjálfuð með kynningum og þátttöku í umræðum. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að viðameiri verkefnum, svo sem þematengdu efni að eigin vali o.fl., sem felur í sér öflun upplýsinga í gegnum margmiðlunarefni, á bókasafni og á netinu.
    Grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum bókmenntaverka og nytjatextum
    • grunnhugtökum við textasmíð, ritun stuttra texta, bókmenntaritgerða og rökfærsluritgerða
    • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa á góðum hraða, skilja orðaforða textanna og átta sig á innihaldi þeirra
    • ígrunda og greina mismunandi texta og bókmenntaverk
    • beita viðeigandi málsniði og blæbrigðum við ritun texta
    • fjalla um efni og rökstyðja eigin skoðanir
    • byggja upp texta á skapandi hátt
    • miðla á fjölbreytt hátt þekkingu sinni og skoðunum
    • geta aflað upplýsinga í rafrænum gögnum og prentuðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifað mismunandi tegundir texta og beitt tilheyrandi rithefðum
    • vinna með eigin hugarsmíð í uppbyggingu texta á persónulegan hátt
    • fjalla um og túlka persónur og atburðarás bókmenntaverka og rökstyðja skýringar sínar og skoðanir á þeim
    • greina og túlka ljóð/kvæði og rökstyðja skýringar sínar og skoðanir á þeim
    • geta birt þekkingu sína og skoðanir í skipulegum texta, bæði nytjatexta og bókmenntaritgerð, með viðeigandi málsniði, á réttu og blæbrigðaríku máli og rétt stafsettu
    • taka þátt í málefnalegum umræðum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.