Í áfanganum er fjallað um viðgerðir og breytingar á eldri byggingum og mannvirkjum úr tré og steini. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að varðveita byggingarsögulegt gildi húsa á sama tíma og reynt er að koma til móts við kröfur nútímans um endingu, þægindi og brunavarnir með hliðsjón af lögum og reglum. Farið er yfir greiningu á fúa- og steypuskemmdum, endurnýjun á burðarvirkjum, klæðningum, gluggum, hurðum og öðrum byggingarhlutum. Jafnframt lærir nemandinn um algenga breytingavinnu svo sem endurnýjun á gleri, smíði viðbygginga eins og glerskála, breytingar á þökum s.s. smíði þakkvista. Kennslan er aðallega bókleg en einnig verkleg þar sem við á. Lögð er áhersla á minni verkefni og sýnikennslu. Áfanginn er ætlaður verðandi húsasmiðum.
HÚSA3HU09 og HÚSA3ÞÚ09
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lögum og reglugerðum um húsafriðun og breytingar á húsum
endurnýjun burðavirkja
endurnýjun og viðhaldi á mannvirkjum
öryggi og öryggisbúnaði við viðgerða- og breytingavinnu
byggingarsögu tré- og steinhúsa á Íslandi
notkun bárujárns í klæðningar hérlendis
mismunandi eiginleikum efna til klæðninga utanhúss þ.m.t. bárujárn
byggingarsögulegu gildi húsa og mannvirkja
mikilvægi brunavarna við viðgerðir og endurnýjun
reglum um öryggi og öryggisbúnað við viðgerða- og breytingavinnu
skemmdum af völdum sveppa og skordýra í tréverki
orsökum og afleiðingum tæringar og veðrunar á málmum
notkun bárujárns í klæðningar hérlendis
eiginleikum og notkunarsviði bárujárns sem klæðningarefnis
uppbyggingu bárujárnsklæðninga og festingum
frágangi bárujárns við mismunandi byggingarhluta
málun og viðhaldi bárujárnsklæðninga
nýsmíði við eldri hús og endurnýjun á gleri
smíði glerskála, svala, kvista, sólpalla og skjólveggja við eldri hús
endurnýjun á gleri og útfærslur á glerjun hallandi byggingarhluta
mismunandi hurðakerfum í glerskálum og glervirkjum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina algengustu skemmdir á tré, steinsteypu og málmi utanhúss
gera við trévirki án þess að rýra burðargetu þess
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina steypuskemmdir og meta umfang þeirra í grófum dráttum
framkvæma tæknilegar útfærslur á tengingu eldri og nýrra byggingarhluta
leggja mat á afleiðingar mismunandi lausna fyrir varðveislugildi mannvirkja
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá