Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1493992590.97

  Teikningar og verklýsingar í húsasmíði IV
  TEIK2HH05
  11
  teikning
  Teikningar og verklýsingar í húsasmíði IV
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á teikningalestur og teikningar bygginga og mannvirkja úr steini og gleri. Farið er yfir grundun og undirstöður steinhúsa, steinsteypu-, málm- og glervirki með áherslu á útveggi, klæðningar þeirra og einangrun. Teikningar og útfærslur á steinsteyptum tröppun innan og utanhúss ásamt reglum bygginareglugerðar um stiga og stigahúss. Auk umfjöllunar um byggingareglugerðar er einnig komið inn á önnur mannvirki eins og brýr, hafnir, virkjanir og jarðgöng og útfærslur þeirra. Nemendur kynnast grunnatriðum tölvuteikninga og notkun tölvutækni við miðlun uppdrátta og annarra hönnunargagna. Áfanginn er eingöngu ætlaður húsasmiðum og byggist kennslan aðallega á verkefnavinnu
  TEIK2HS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ákvæðum reglugerðar um undirstöður mannvirkja
  • járnbendingu í undirstöðum
  • lestri teikninga og verklýsinga
  • notkun tölvuteiknaðra uppdrátta og annarra hönnunargagna
  • stöðluðum málum (stærðum) ýmissa byggingarhluta
  • steinsteypuvirkjum og klæðningu steinsteyptra útveggja
  • ákvæðum reglugerðar um undirstöður bygginga og mannvirkja
  • ákvæðum reglugerðar um útveggi, klæðningar þeirra og einangrun
  • grunnatriðum járnbendingar á steinsteypu og steinsteypta stiga
  • fagheitum í aðaluppdráttum, lóða- og burðarvirkisuppdráttum
  • gerðum uppdrátta og teikninga og öllum almennum teiknitáknum
  • teikniaðferðum og teiknireglum fyrir steypuvirki og klæðningar
  • stöðluðum málum á steinveggjum, klæðningagrindum og einangrun
  • notkun algengustu teikniforrita í tölvu við gerð og miðlun hönnunaruppdrátta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera kostnaðarútreikninga og verklýsingar
  • nota algengustu teikniforrit í tölvu við gerð og miðlun hönnunaruppdrátta
  • vinna eftir reglugerðum
  • vinna eftir teikningum og verklýsingum
  • teikna vinnuteikningar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa og vinna með teikningar af steinsteypuvirkjum og klæðningum
  • lesa og skilja merkingar og verklýsingar á teikningum
  • gera efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli uppdrátta
  • öðlast innsýn í tæknilegar útfærslur vegna loftunnar og einangrunar
  • teikna einföld steinsteypuvirki og klæðningar á stein innanhúss og utan
  • gera rissmyndir og eftir atvikum að nota fjarvídd til að sýna rýmisútfærslur
  • gera vinnu- og deiliteikningar af steinsteypuvirkjum s.s. stigum
  • vinna og hugsa sjálfstætt
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá